ZÜRICH
Mín Zürich
Zürich er frábær borg sem auðvelt er að gleyma sér í. Hún býr yfir stórborgarbrag ásamt því að hafa þennan vinalega blæ sem gerir hana svo einstaka. Hér líður fólki öruggu & íbúar borgarinnar eru duglegir að stunda útivist, hreyfa sig & ferðast.
Auðvelt er að segja að borgin sé nánast fullkomin þar sem hún er landfræðilega vel staðsett & hefur upp á svo margt að bjóða. Markmið mitt er að kynna Zürich betur fyrir Íslendingum en hún hefur verið vel geymt leyndarmál lengi þó að hún sé að sjálfsögðu vel þekkt í viðskiptalegum tilgangi.
MTB
Fjallahjóla brautir
Við Ásgeir erum ákveðin í að hjóla meira á fjallahjólum þegar sumra tekur. Í grennd við Zürich er talið að hægt sé að finna rúmlega 300 mismunandi fjallahjólabrautir & ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjallahjól eru tæknileg íþrótt en margbreytileg eftir umhverfinu hverju sinni sem gerir hana svo spennand & skemmtilegai
Uetliberg
Úvistarperla rétt fyrir utan borgina. Hægt er að fara upp hana gangandi, hjólandi eða taka lest upp að toppi fjallsins og njóta dásamlegs útsýnis í til fjallanna eða yfir Zürich. Í fjallinu má finna spennandi svokallaðar “downhill” brautir fyrir fjallahjóla sjúklinga sem elska krefjandi brautir í dásamlegu umhverfi
Uppáhalds
Hér erum við fyrir utan veitingastað rétt fyrir utan Lugano. Sjáið mikilfenglega útsýnið inn fjallagarðinn!
SIglingar
Hægt er að leigja sér spíttbát eða hjólabát á LAKE LUGANO. Hér erum við síðasta sumar í hitabylgju með vinum okkar Alfonso & Krisha. Mæli klárlega með þessu
GÖturnar
Eru brattar, þröngar & húsin svo falleg
Zürich 8006
Götuhjólreiðar
Götuhjólreiðar eru vinsælar í Zürich & auðvelt að gleyma sér á hjólinu í frábæru veðri hvort sem það er upp brekkur eða í kringum Lake Zürich þar sem hægt er að hjóla hringinn í kringum vatnið af öryggi & leyfa sér að njóta frábærrar útivistar án áreitis símans eða annars sem kann að trufla mann í hinu daglega lífi.
Hjólastígar eru á öllum götum og mikið um hjólandi vegfarendur. Götuhjólreiðar eru aðaláhugamál mitt & það er auðvelt að stunda þær hér frá mars/apríl fram í september/október. Brattar brekkur eru auðsóttar en einnig er hægt að fara til dæmis meðfram Lake Zürich á nánast jafnsléttu rétt um 70 km í frábæru landslagi og með Alpanna eða litla krúttlega bæji fyrir augum.
Gleyma stund & stað og þjóta áfram í algleymingi
ÚTIVIST
Skemmtum okkur saman
Samvistir í fersku lofti er orkugefandi & fullkomin leið til að fá fólk til að horfa upp úr símunum & skemmta sér
Lake Zürich
Hér sjáum við Lake Zürich á fallegum vordegi. Á vatninu stundar fólk “paddle board", siglingar og kanósiglingar. Eins hef ég nokkrum sinnum séð fólk kafa í því í fullum búningi. Ég læt mér duga að hjóla í kringum það en hægt er að fara á báta sem bjóða upp á mat & hressingu & njóta útsýnisins til allra átta
Fimleikastelpan
Máney fann sér stað í kirkjutröppunum til að teygja á & skella sér í brú
Græn svæði
Víða um borgina eru garðar sem gaman er að hlaupa í & gera æfingar á sérútbúnum æfingastöðum. Þarna erum við Helga Lind að hita upp fyrir hlaup í fallegu febrúar veðri
LUGANO
Séð inn fjallagarðinn - LUGANO er þarna á hægri hönd
ÍTalski hluti Swiss
Bærinn Lugano sem liggur í ítalska hluta Swiss er einn af mínum uppáhalds stöðum. Bærinn er lítill en það er auðvelt að gleyma sér í honum.
Hægt er að fara í fjallgöngu Monte Brè, efst á fjallatoppinum er mikilfenglegt að horfa á fjallahringinn og hlaupa svo niður í bæinn eða taka kláfinn niður & njóta fallegs útsýnis við vatnið. Við vatnið eru fallegir veitingastaðir með ítölskum blæ sem gaman er að sitja úti á verönd & njóta góðs matar & víns.
Síðasta sumar fór ég ásamt Ásgeiri & vinapari okkar sem varð að magnaðri upplifun í guðdómlegu umhverfi. Við fórum upp í Monte Bré fjallið með kláf & gengum uppi á toppi þess & nutum útsýnisins. Við lentun nú líka í þrumum & eldingum sem gerði það að verkum að 7 km hlaup niður fjallið varð að veruleika þegar við hlupum undan veðrinu!
HVerfið okkar
Er rólegt og húsin eru gömul & ægifögur. VIð búum í 15 mínútna göngufæri frá miðbænum & sporvagninn gengur steinsnar frá húsinu okkar
Andyri
Segja má að ég hafi alltaf haft dálæti á andyrum & stigum í gömlum húsum. Anddyrið okkar gleður því mitt litla hjarta þar sem það er stílhreint, gamaldags & afskaplega fallegt
samgöngur
Afar heppilegt er að ICELANDAIR er með beint flug mörgum sinnum í viku & tvisvar á dag í sumar. Reyndar höfum við eytt svokallaðri ríflegri tíund launa okkar til Icelandair á milli landanna tveggja en erum ákaflega þakklát að það sé beint flug til okkar
Í borginni ganga sporvagnar á nokkurra mínútna fresti en ég labba aðallega eða hjóla allra ferða minna, nema þegar ég fer í miðbæinn eða lengra frá.
Áin Limmat
Hér eru ég ásamt stelpunum mínum Helgu Lind & Máneyju við ánna. Á sumrin er vinsælt að sitja við árbakkn og njóta góða veðursins & kæla sig í ánni inn á milli
ÚTivist er stór hluti af okkar lífi
Nokkur skíðasvæði eru í aðeins 1.5-2 klst bílferð frá miðborginni & notum við það reeglulega að skella okkur í brekkurnar. Um seinustu helgi fórum við öll á gamaldagssleða í Flumsenberg sem er með sérstaka sleðabraut fyrir unga sem aldna. Þvílík skemmtun. Gæti sett inn video af mér renna mér niður en hugsa að ég sleppi því.
Skíðasvæðin LAAX, Davos & St. Moritz eru til dæmis í hæfilegri fjarlægð & auðvelt að mæla með þeim
Njótum
Hittingar á húsþökum eru vinsælir í bænum en auðvelt er að nýta þökin sem útisvæði þar sem varla hreyfir vind í þessari borg
Skipulagning ferða
Skipulagning ferða fyrir litla & meðalstóra hópa á eigin vegum þar sem þátttakendur eiga það sameiginlegt að vilja njóta útivistar, frábærs umhverfis & góðs matar & víns er eitthvað sem ég hef unun af að gera.
Um er að ræða allt frá dekurferðum þar sem útivist & dekri er blandað saman & í sérhæfðari ferðir líkt og hjólaferðir, gönguferðir & skíðaferðir.
Hljómar vínsmökkun á vínekrum í fallegum ölpunum, spa dagur blandað af dásamlegum ferðum sem henta hverjum hópi fyrir sig ekki vel?
Hauksson wine
Við bæinn Rüfenach rekur Höskuldur Hauksson vínbúskap sem hann áætlar að verði lífrænn innan tveggja ára. Ég skipulagði óvissuferð fyrir okkur & vinapar okkar & fengum við að heimsækja þennan höfðingja í mögnuðu umhverfi snarbrattra brekkna sem vínekran hans er meðal annars. Vínin smökkuðum við svo í gamalli vín verksmiðju sem hafði svo sannarlega sögu að segja. Mæli með að kíkja á www.haukssonwine.om & skrá ykkur í vínklúbbinn hjá þeim
Contact
Sigríður Pétursdóttir +354 845 0404 / +41 78 241 112